Hjónin, Helga Gabríela Sigurðardóttir, matreiðslumaður og smurbrauðsjómfrú Brauð & co, og Frosti Logason, stjórnmálafræðingur og fjölmiðlamaður, eiga von á þriðja barninu. Von er á dóttur en fyrir eiga þau tvo syni, fædda 2016 og 2021.
Hjónin birtu myndband í story á Instagram þar sem eldri sonurinn sprengir kynjablöðru og bleiku rignir um. Kemur kynið foreldrunum jafn skemmtilega á óvart og öðrum þó sonurinn segist fullviss um að hafa átt von á systur.