Þýskur áhrifavaldur hefur verið sakaður um að myrða konu sem var sláandi lík henni. Til hvers? – gætu margir spurt sig. Nú til að sviðsetja sitt eigið andlát.
Áhrifavaldurinn, Sharaban K, var komin með nóg af fjölskylduerjum sem hún hafði staðið í og ákvað að fara í felur. Til að tryggja að hennar yrði ekki leitað ákvað hún að sviðsetja sitt eigið andlát og voru þá góð ráð dýr.
Hún leitaði því logandi ljósi að konu sem væri nægilega lík henni til að áform hennar gætu gengið upp. Talið er að hún hafi nálgast allt að fimm konur en að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu að Khadidja O. væri rétta konan.
Hún bjó til gerviaðgang á samfélagsmiðlum til að nálgast Khadidju. Þóttist hún vera rappari sem er þekktur sem Lune og sagðist endilega vilja fá Khadidju til að leika í nýju tónlistarmyndbandi.
Khadidja var þó ekki sannfærð og sendi raddskilaboð til alvöru rapparans og sagði „Ég vona að þú sjáir þetta og svarir mér því ég er mjög efins. Það væri mjög gott ef þú gætir sagt mér hvort þetta væri raunverulegt eða ekki.“
Rapparinn Lune svaraði – „Þetta er gervi systir, ekki svara.“
Þá reyndi Sharaban aftur. Að þessu sinni nálgaðist hún Khadidju og þóttist ætla að gefa henni förðunarvörum. Hún fór svo með kærastanum sínum og hitti Khadidju í skógi þar sem hún stakk hana 50 sinnum, meðal annars ítrekað í andlitið, og kom henni svo fyrir í bílnum sínum. Átti þetta að sannfæra yfirvöld um að það væri Sharaban sem væri þarna látin.
Það voru svo foreldrar Sharaban sem fundu líkið og trúðu þau fyrst að þarna væri um dóttur þeirra að ræða. Svo virtist sem að blekkingarleikurinn hefði gengið upp. Foreldrarnir báru kennsl á líkið og sögðu að þetta væri vissulega Sharaban.
Hins vegar var, sem venja er, framkvæmd krufning fóru yfirvöld þó að efast. Lögregla skoðað þá samfélagsmiðla Sharaban og sá að hún hafði haft samband við þó nokkrar konur sem voru sláandi líkar henni. Því fór lögreglu fljótt að gruna að hún hefði myrt eina af þessum konum til að sviðsetja sitt eigið andlát.
Sharaban var í kjölfarið leituð uppi og handtekin og var nýlega ákærð fyrir morð og á yfir höfði sér lífstíðar fangelsi. Kærasti hennar Sheqir hefur einnig verið handtekinn grunaður um að vera samverkamaður hennar.
Eftir að fregnir bárust af morðinu gaf rapparinn Lune út skilaboð til aðdáenda sinna og sagði: „Einhver reyndi aftur að hafa samband við Khadidju til að lokka hana á fund sinn og að þessu sinni gekk það upp því hún trúði á það góða í fólki.“