fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Matur

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðar á þessu ári opna þrír nýir veitingastaðir á Keflavíkurflugvelli. Niðurstaða liggur fyrir í nýjasta útboði Isavia og mun Loksins vera áfram undir nýju nafni Loksins Café & Bar  á nýjum og stærri stað. Vöruúrval verður breiðara en áður og staðurinn lokaðri sem tryggir betri hljóðvist.

Veitingastaðurinn Bakað verður á tveimur stöðum á flugvellinum. Þar verður boðið upp á ferskt brauðmeti og pizzur, hvort tveggja bakað á staðnum, með Ágúst Einþórsson, stofnanda BakaBaka, í fararbroddi. Þá verður boðið upp á úrval af heilsusamlegum djúsum, salötum og gæðakaffidrykki frá Te og kaffi. Hugsað hefur verið út í öll smáatriði en HAF studio sér um hönnun staðanna og tónlistin verður sérsniðin fyrir þá svo stemningin verði sem allra best.

Í tilkynningu kemur fram að sex aðilar hafi sótt útboðsgögnin þegar opnað var fyrir aðgang að þeim 11. júlí 2022. Fimm aðilar skiluðu inn hæfis- og þátttökuyfirlýsingu og uppfylltu þeir allir hæfniskröfur útboðs og var boðið að skila inn tilboðum og taka þátt í viðræðuferlinu. Að fá fimm aðila inn í ferlið sem voru metnir hæfir er sérstaklega ánægjulegt og sýnir að rekstur í flugstöðinni er eftirsóttur segir í tilkynningunni. Á endanum skiluðu tveir aðilar inn tilboðum og var það  Lagardère sem reyndist hlutskarpast.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá fremstu bakara landsins og sterku íslensku vörumerkin Te og Kaffi og Brikk inn á flugvöllinn í samstarfi við Lagardère sem eru miklir sérfræðingar í flóknum veitingarekstri á flugvöllum.  Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og um leið og farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari. Eins og við höfum þegar tilkynnt opna Jómfrúin og Elda á vormánuðum og með Loksins Café & Bar og Bakað teljum við okkur vera að mæta mjög vel ólíkum þörfum farþega og gera Íslandi hátt undir höfði.“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.

„Við hlökkum mikið til að hefja störf í flugstöðinni. Við munum baka allt á staðnum og ætlum að bjóða upp á fjölbreyttan og ferskan mat á góðum tíma. Við verðum með geggjað kaffi og almenna gleði,“ segir Ágúst Einþórsson bakari hjá BakaBaka.

Um útboðsferli Isavia 

Isavia býður út þjónustu á Keflavíkurflugvelli og er það liður í að gera rekstrarumhverfið samkeppnishæft. Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup og viðhefur jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni. Útboðin eru byggð á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu. Öll útboð eru auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn