fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club – Landsréttur ósammála héraðsdómi og Daniel fær þyngri refsingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. febrúar 2023 17:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, var í ágúst dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafulla líkamsárás á ungan mann fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club á Austurstræti í mars á síðasta ári.

Árásin vakti töluverða athygli á sínum tíma eftir að móðir árásarþola tjáði sig opinskátt um atvikið á Facebook og gagnrýndi að viðstaddir hafi ekki komið syni hennar til aðstoðar. Sagði hún að dyraverðir á 203 Club hafi fylgst með, en ekkert gert til að stöðva árásina. Þurfti sonur hennar sjálfur að koma sér í sjúkrabíl og óska eftir aðstoð.

Sjá einnig: Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club:Réttað yfir Daníel og Raúl í ágúst – Ákært fyrir tilraun til manndráps

Árásarþoli hlaut samfall á báðum lungum auk fleiri áverka eftir árásina en Daníel stakk hann með skrúfjárni.

Héraðsdómur hafði hafnað því að um tilraun til manndráps væri að ráða og vísaði dómari til þess að ekkert væri fram komið sem benti til þess að Daniel hafi ætlað að ráða brotaþola bana. Ekki væri unnt að slá því á föstu að honum hefði mátt vera ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Þessi í stað var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.

Nú hefur Landsréttur fellt dóm sinn í málinu eftir áfrýjun þyngdi töluvert refsinguna yfir Daniel.

Taldi Landsréttur að Daniel hafi ekki geta dulist á verknaðarstundu að atlaga hans með skrúfjárninu væri til þess fallin að bani hlytist af og væri því hér um að ræða tilraun til manndráps. Eins hafi árásin verið tilefnislaus, ofsafengin og haft alvarlegar afleiðingar. Líkast til hafi hending ein ráðið því að ekki fór verr. Var Daniel því dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi að frádregnu gæsluvarðhaldi sem hann sætti við rannsókn málsins.

Í dómi Landsréttar er rakið að meðal sönnunargagna hafi verið myndskeið þar sem árásin sást.

„Sést hvar meðákærði veitist að brotaþola með endurteknum höggum en brotaþoli hopar undan og virðist enga björg geta sér veitt. Ákærði kemur aðvífandi og veitist að brotaþola með höggum í bak og sést að han heldur á áhaldi sem hann beitir fyrir sig við árásina. Af upptökunni verður ótvírætt ráðið að ákærði beitti áhaldinu af afli en samkvæmt gögnum málsins hlaut brotaþoli að minnsta kosti sex stungusár í ofanvert bak sem gengu inn í brjóstkassa, en stunguvopnið fór í gegnum jakka úr þykku gallaefni sem hann klæddist. Þá sést að nærstaddur maður grípur inn í og færir ákærða frá brotaþola.“

Læknir hafi borið vitni fyrir héraðsdómi og greint frá því að lungu brotaþola hafi falið saman sem séu í sjálfu sér alltaf lífshættulegt ástand og í þessu tilviki hafi lungun verið talsvert mikið samfallin. Hefði brotaþoli ekki lifað af án aðgerða lækna. Þótti það mikil mildi að brotaþoli – sem var ölvaður – hefði haft vit á því að fara á spítala því hefði hann farið heim til sín hefði hann sofnað og líklega ekki vaknað aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp