fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Giskaði rétt á hver leyndist í rokkhumarsgervinu á ABBA-kvöldi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég giska aldrei rétt,“ sagði leikarinn Ken Jeong kampakátur í nýjasta þætti The Masked Singer.

Þættirnir eru einhverjir furðulegustu sjónvarpsþættir samtímans í Bandaríkjunum, en njóta jafnframt furðumikilla vinsælda. Níunda sería þáttanna hóf göngu sína á FOX 15. febrúar síðastliðinn og dómarar eru auk Jeong, söngkonan Nicole Scherzinger, söngvarinn Robin Thicke og leikkonan Jenny McCarthy Wahlberg. Kynnir er leikarinn og rapparinn Nick Cannon.

Þættirnir snúast um að frægir einstaklingar keppa við hvern annan í misgóðum söng íklæddir grímubúningum, sem eru oft algjör listaverk. Dómararnir giska á hver leynist á bak við gervið og áhorfendur velja hvaða þátttakandi tekur af sér grímuna í hverjum þætti. Einn stendur að lokum uppi sem sigurvegari.

Í öðrum þætti stigu tveir nýir á svið, Night Owl (Náttuglan) og Rock Lobster (Rokkhumarinn). Þema þáttarins var tónlist sænsku sveitarinnar ABBA og hóf þáttakandinn sem komst einn áfram eftir fyrsta þáttinn leik á að taka lagið Dancing Queen. Var viðkomandi í gervi Medúsu.

Náttuglan var næst á svið með lagið Fernando og sagðist viðkomandi hafa toppað vinsældalista aðeins 17 ára og rutt brautina fyrir söngkonur eins og dómarann Scherzinger, Britney og Christina Aguilera. Eftir nokkrar vísbendingar til viðbótar var ljóst að gisk á að viðkomandi væri Paula Abdul, Belinda Carlisle, Debbie Gibson og Kylie Minogue voru öll röng.

Rokkhumarinn var síðan síðastur á svið með lagið S.O.S. og sagðist hafa verið í kvikmyndum og sjónvarpi frá því að áhorfendur voru á barnsaldri og sagðist ekki trúa því að 10 milljón manns horfðu á hann dansa daglega í 15 sekúndur. „Mér líður eins og ég sé prinsessa í ævintýri.“ Giskað var á leikarinn Martin Short, grínistann Howie Mandel og fleiri.

Að lokum fór svo að Rokkhumarinn fékk fæst stig og þurfti að taka af sér grímuna. Reyndist það vera grínistinn Howie Mandel, sem Jeong hafði giskað á. „Ég giska aldrei rétt,“ sagði Jeong og réði sér ekki fyrir kæti og hoppaði upp á dómaraborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife