Ástsæla tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir segir glansmyndinni stríð á hendur og birti mynd af sér með engan farða eða engan filter á Instagram í gær.
Hún birti fyrst nærmynd af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Venjulega birtir stjarnan myndir sem er búið að eiga eitthvað við í myndvinnsluforriti en á þessari umræddu mynd má sjá náttúrulegu áferð húðar hennar.
Hún birti síðan mynd af sér og skrifaði með: „Normalíserum raunverulega húðáferð.“
Sjá einnig: Engin glansmynd – Svona er húð stjarnanna í alvörunni
Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.
Hér að neðan geturðu séð „raunverulega“ húðáferð stjarnanna á rauða dreglinum.
View this post on Instagram