Eftir að hafa verið rotaðir á heimavelli gegn Real Madrid á þriðjudag fer Liverpool í heimsókn til Crystal Palace.
Jurgen Klopp og hans lærisveinar hafa unnið tvo deildarleiki í röð en spurning er hvernig tapið í Meistaradeildinni fer í hópinn.
Selhurst Park hefur reynst Liverpool erfiður völlur að heimsækja en leikurinn byrjar klukkan 19:45 á morgun.
Búist er við að Klopp geri nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu á morgun.
Líklegt lið Palace:
Guaita; Clyne, Andersen, Guehi, Mitchell; Olise, Doucoure, Hughes, Eze; Ayew, Edouard
Líklegt lið Liverpool:
Alisson; Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho, Keita; Salah, Nunez, Jota