fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Guðlaugur Þór segir borgina verða að ákveða sig – „Það finnst mér vera mjög svekkjandi“

433
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 10:30

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Guðlaugur var formaður Fjölnis í fjögur ár auk þess að verða síðan heiðursforseti félagsins ásamt Snorra Hjaltasyni. Hann var spurður út í álit sitt á félaginu þessa dagana.

„Mér líst auðvitað vel á Fjölni, það er frábært fólk sem er að halda utan um þetta og það hefur alltaf verið sú lína dregin að félagið er rekið af mikilli ábyrgð.“

Það sé hins vegar tvennt sem standi upp úr á þessari stundu varðandi félagið.

„Annars vegar þurfa borgaryfirvöld að ákveða það hvort refsa eigi félögum, eins og er búið að gera við Fjölni, fyrir það að vera með fjölbreytta starfsemi.“

Börnin prófi alls konar íþróttir áður en þau finni sig í einni ákveðinni grein, margt standi til boða hjá Fjölni sem gæti þó hagnast á því, eins og kerfið er byggt núna, að skipta sér upp í nokkur félög.

„Sem er þvert á það sem að lagt er upp með. Félagið hefur svo sannarlega ekki notið þess að vera rekið með ábyrgum hætti. Það finnst mér vera mjög svekkjandi.“

Þá geti Grafarvogsbúar gert betur þegar kemur að umgjörðinni í kringum félagið.

„Við eigum að halda betur um liðin okkar, ég er þó ánægður með félagið og fólkið sem velst til að vinna þarna.“

Nánari umræðu um Fjölni má sjá hér fyrir neðan:

BenniBo_2023_08_Gulli.mp4
play-sharp-fill

BenniBo_2023_08_Gulli.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
Hide picture