Erik ten Hag stjóri Manchester United veit ekki hvort Marcus Rashford framherji liðsins geti spilað gegn Newcastle í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. Rashford fór meiddur af velli í sigri liðsins á Barcelona í gær.
Meiðslin virkuðu ekki alvarleg en myndin sem Rashford birti svo á Instagram veldur áhyggjum.
Þar gengur Rashford meiddur af velli og tjáknið sem hann setur með myndinni bendir til þess að meiðslin gætu haldið honum frá Wembley á sunnudag.
„Ég veit það ekki, leikmenn hafa ekki mætt á æfingu en við verðum að rannsaka þetta,“ sagði Ten Hag.
„Við skoðuðum hann eftir leik en það þarf að fara með rannsókn sem læknalið okkar mun gera.“
Ten Hag hefur sagt frá því á sama tíma að Anthony Martial framherji liðsins sé ekki heill heilsu og geti ekki spilað á sunnudag.
Ten Hag on Marcus Rashford: “I don’t know, the players now are coming in, we have to do investigations, medical of course, we did straight after the game, but most of the time you have to wait for a 100 per cent diagnosis. So let’s do the medical, the work, we have to wait.”
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 24, 2023