fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Guðlaugur leysir frá skjóðunni um það sem er oft rætt á bak við tjöldin – „Þetta hefur verið hræðilegt“

433
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Það eru margir þingmenn áberandi stuðningsmenn ákveðinna liða í enska boltanum, Guðlaugur var spurður að því hvort skotin fengju að fljúga á þingi í tengslum við enska boltann.

„Já, það er algjörlega þannig,“ svaraði hann.

Benedikt Bóas spurði Guðlaug þá hvort hann væri til dæmis að skjóta á Willum Þór Þórsson þar sem hann væri stuðningsmaður Chelsea.

„Já, hann er samt alltof sanngjarn. Það er miklu auðveldara að stríða Bjarna í tengslum við Manchester United.

Nú vil ég samt sem áður helst ekkert ræða þetta við hann,“ og vísar Guðlaugur þar til stöðunnar hjá Liverpool, þar sem gengið hefur verið undir væntingum og Manchester United, þar sem liðið hefur verið á flugi undanfarið.

„Ég veit ekki hvað er að, guð er með svo sérkennilega kímnigáfu að ég á alveg ógeðslega mikið af vinum sem eru stuðningsmenn Manchester United.

Þetta hefur verið hræðilegt og var skelfilegt í áratug eða tvo, svo lagaðist þetta nú verulega og hugsaði alltaf, í hvert skipti sem ég var að stríða þeim að ég myndi fá þetta í bakið á mér. Ég gat samt ekki hætt.“

Nánari umræðu um Guðlaug Þór, Liverpool og enska boltann má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture