fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Unglingurinn sem myrti foreldra sína svo hann gæti haldið partý

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 22:00

Óhugnanlegt morð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. júlí 2011 klukkan 13:15 skrifaði hinn sautján ára gamli Tyler Hadley færslu á Facebook: „Partý heima hjá mér í kvöld… kannski.“

Aðeins eitt stóð í vegi fyrir að hann héldi partý, foreldrar hans voru heima.

Foreldrar Tyler, Blake og Mary-Jo Hadley, vildu ekki leyfa honum að halda partý þar sem þau voru nýbúin að setja hann í straff vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu hans.

Blake og Mary-Jo.

Nokkrir vinir hans vissu af straffinu og voru því mjög hissa að heyra um mögulegt partý heima hjá Tyler.

„Veit ekki strákar, ég er að vinna í þessu,“ svaraði hann aðspurður hvort það yrði partý.

Klukkan 20:15 birti hann aðra færslu á Facebook. „Partý heima hjá mér, heyrið í mér.“

Einn vinur hann spurði: „Hvað ef foreldrar þínir koma heim?“

„Það mun ekki gerast, treystu mér,“ svaraði Tyler.

Ástæðan fyrir því að hann gat verið svona viss var sú að hann var búinn að myrða bæði móður sína og föður. Líkin voru enn í húsinu þegar partýgestina bar að garði.

Mynd/Lögreglustöð Port St. Lucie

„Af hverju í fjandanum ekki?“

Blake og Mary-Jo höfðu lengi haft miklar áhyggjur af syni sínum. Þau sendu Tyler til sálfræðings og í fíknimeðferð en ekkert virkaði. Þetta örlagaríka kvöld var hann í straffi fyrir að keyra undir áhrifum en Tyler var ákveðinn í að skemmta sér með vinum sínum.

Hann birti færsluna á Facebook, stal síma foreldra sinna og tók inn alsælu um klukkan 17:00. Hann fór síðan með hamar í bílskúrinn þar sem móðir hans sat við skrifborð að vinna. Þegar hann lét fyrsta höggið dynja á móður sinni öskraði hún: „Af hverju?“

Hann svaraði: „Af hverju í fjandanum ekki?“

Tyler við réttarhöldin.

Faðir hans heyrði lætin og þegar hann kom inn í bílskúrinn réðst Tyler einnig á hann. Hann myrti þau bæði á hrottalegan hátt í köldu blóði. Hann dró síðan lík þeirra inn í svefnherbergi þeirra og lokaði hurðinni.

Það mættu um 60 gestir heim til hans og enginn hafði hugmynd um hvað hafði gerst fyrr um kvöldið og hvað leyndist á bak við svefnherbergisdyr foreldra hans.

Hann gaf vinum sínum mismunandi útskýringar varðandi það hvar foreldrar hans væru, en endaði með að viðurkenna verknaðinn fyrir einum vini sínum, sem tók sjálfsmynd með Tyler og tilkynnti hann síðan til lögreglunnar.

Umrædd sjálfsmynd af Tyler og vini hans, sem var tekin eftir morðið.

Lögreglan kom og handtók Tyler, á meðan partýið var enn í gangi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi þremur árum seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram