Jordan Pickford hefur ákveðið að halda tryggð við Everton þrátt fyrir vandræði félagsins innan vallar.
Pickford sem er markvörður enska landsliðsins hafði verið orðaður við önnur lið en semur við Everton til 2027.
Everton er að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni en Pickford heldur tryggð.
Klári Pickford samning sinn verður hann í herbúðum Everton í tíu ár.
Pickford er 28 ára gamall en hann ólst upp hjá Sunderland áður en hann færði sig til bláliða í Bítlaborginni.
✍️ | Jordan Pickford has signed a new four-and-a-half-year contract, committing his future to Everton until the end of June 2027.
— Everton (@Everton) February 24, 2023