fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Senda Rússum fingurinn í Berlín með táknrænum hætti – „Þetta ætti að senda Rússum skilaboð“

Pressan
Föstudaginn 24. febrúar 2023 10:32

Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ár síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu og virðast átökin engan endi ætla að taka.

Í tilefni dagsins komu stuðningsmenn Úkraínu fyrir ónýtum rússneskum skriðdreka fyrir framan rússneska sendiráðið í Berlín í Þýskalandi.

Þetta er liður í stærri aðgerðum en slíkum skriðdrekum er verið að koma fyrir í Þýskalandi, Litháen, Lettlandi og Eistlandi en um er að ræða táknrænan gjörning sem á að sýna að rússneskir skriðdrekar geti aðeins komist inn í Evrópu í gegnum Úkraínu sem sýningargripir.

Svipaður gjörningur hefur áður átt sér stað í Póllandi og í Tékklandi.

„Þetta ætti að senda Rússum skilaboð. Evrópa mun sjá þeirra sönnu liti í nærmynd. Eitthvað sem áður vakti ótta er nú merki um viðbjóð og fyrirlitningu,“ sagði varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Raznikov í yfirlýsingu.

„Fleiri Evrópubúar verða sannfærðir um að Rússland getur verið og mun verða sigrað á vígvellinum. Og það er betra að slagnum sljúki í Úkraínu svo þið þurfið ekki síðar að stöðva óvininn á ykkar heimavelli.“

Heimild fékkst fyrir gjörningnum í Berlín í nóvember þegar baráttufólk fór með málið fyrir dóm eftir að borgarstjórn hafði verið hikandi við að veita leyfið. Það voru tveir safnastjórar sem fóru fyrir málinu, þeir Enno Lenze og Wielan Giebel sem komu fyrst með hugmyndina í júní í fyrra eftir að fá innblástur frá sambærilegum gjörningum í öðrum borgum.

Fyrst taldi borgarstjórn að gjörningurinn myndi stofna öryggi Þýskalands í hættu sem og öryggi hjólreiðafólks, gangandi vegfarenda, ökumanna og fleiri. Það gæti einnig verið óþægilegt fyrir sýrlenska flóttamenn að sjá skriðdrekann.

Eins gæti þetta haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Þýskalands.

Sendiherra Úkraínu í Þýskalandi studdi við hugmyndina og sagði að með þessum hætti gætu Þjóðverjar horfst í augu við þá gífurlegu eyðileggingu sem stríðið hefur haft í för með sér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp