fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Paris Hilton opnar sig um hræðilega lífsreynslu þegar hún var 15 ára

Fókus
Föstudaginn 24. febrúar 2023 10:59

Paris Hilton. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton opnar sig um áfall í æsku í nýju viðtali við Glamour.

Hún hefur áður greint frá erfiðri æsku en áföllin eru fleiri. Í viðtalinu segir hún frá því að þegar hún var fimmtán ára gömul var henni nauðgað.

Sjá einnig: Hræðileg lífsreynsla Paris Hilton opinberuð – „Mér leið eins og fanga“

Paris, 42 ára, segir að gerandinn hafi verið eldri karlmaður sem hún kynntist í verslunarmiðstöð í Kaliforníu. Hún segir að hann hafi byrlað henni ólyfjan og nýtt sér ástand hennar og nauðgað henni.

Paris og vinkonur hennar fóru í verslunarmiðstöðina nánast hverja helgi og hún segir að stundum hafi þær talað við eldri menn sem voru líka að hanga þarna. Hún segir að einn daginn hafi hópur karlmanna boðið þeim heim til sín og gáfu þeim áfenga drykki.

Mundi eftir honum ofan á sér

Paris segir að hún hafði aldrei drukkið áfengi fyrir þetta, enda aðeins fimmtán ára, en einn karlmaðurinn var mjög ágengur og lét hana drekka drykkinn sinn.

„Ég fékk mér kannski einn eða tvo sopa og leið strax furðulega. Ég veit ekki hvað hann setti í drykkinn, ég reikna með að það hafi verið rohypnol,“ segir hún.

Paris segir að hún hafi vaknað nokkrum klukkustundum seinna og vissi strax að eitthvað hafði gerst.

„Ég mundi eftir því. Ég mundi eftir honum ofan á mér, að halda fyrir munninn minn og hvísla í eyrað mitt: „Þig er að dreyma, þig er að dreyma.““

Paris segir að fyrir þetta hafði hún aldrei stundað kynlíf og það helltist yfir hana mikil skömm. Síðan tóku við tvö ár af helvíti í heimarvistarskólanum Provo Canyon.

Gat ekki ímyndað sér að ganga með barnið

Í viðtalinu ræddi Paris um ákvörðun hennar um að eignast barn með aðstoð staðgöngumóður og tengist það upplifun hennar á heimavistarskólanum Provo Canyon í Utah. Hún opnaði sig, ásamt fleiri fyrrverandi nemendum skólans, um ofbeldið sem hún varð fyrir í skólanum og bar vitni um reynslu sína af skólanum í febrúar 2021.

„Í Provo Canyon skólanum var ég vakin upp um miðja nótt af karlkyns starfsfólki sem vísaði mér í einkaherbergi og framkvæmdi leghálsskoðun á mér,“ sagði hún.

„Ég var svefnvana og mjög lyfjuð, ég skildi ekki hvað væri í gangi. Ég var neydd til að liggja á bólstruðu borði, glenna fæturna og gangast undir leghálsskoðanir.“

Paris segir að þessi reynsla hafi verið ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að eignast barn með aðstoð staðgöngumóður, hún gat ekki ímyndað sér að ganga með það og fæða það.

Drengurinn kom í heiminn í janúar og fékk nafnið Phoenix Barron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram