Úrslitaleikur enska deildarbikarsins fer fram á sunnudag þegar Manchester United og Newcastle mætast á Wembley.
Leikmenn Newcastle ætla sér að fagna á götum úti í Newcastle fari liðið með sigur af hólmi. Liðið mun keyra um götur Newcastle í rútu og fagna með stuðningsmönnum.
Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur hins vegar tekið fyrir það að slíkt verði gert hjá Manchester United.
Hann mun aðeins skoða það að fagna eftir tímabilið ef liðið verður með nokkra titla í safni sínu en United á möguleika á fjórum titlum þetta tímabilið, þó deildartitill sé fjarlægur draumur.
Fari United með sigur af hólmi á sunnudag fá leikmenn liðsins lítinn tíma til að fagna því liðið á leik við West Ham í miðri næstu viku í bikarnum.
Ten Hag has dismissed the prospect of holding an open top bus parade if #mufc win the Carabao Cup and will only consider sanctioning a mass celebration if they win two trophies this season. [@MattHughesDM] pic.twitter.com/bPq6uyCpWC
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 24, 2023