fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Birna Ósk til Datera

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. febrúar 2023 09:13

Birna Ósk Harðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Birnu Ósk Harðardóttur sem sérfræðing í birtingum hjá fyrirtækinu. Birna Ósk gengur inn í þéttan hóp reynslumikilla sérfræðinga hjá Datera, en stofan hefur farið vaxið ört á undanförnum árum. Birna Ósk mun liðsinna innlendum viðskiptavinum Datera við birtingar auk þess að sinna ráðgjöf í markaðsmálum. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við erum einkar glöð að fá Birnu Ósk inn í reynslumikið teymi sérfræðinga hjá Datera. Við höfum verið að styrkja birtingarhlutann hjá okkur undanfarið og er ráðning Birnu liður í því,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Datera.

Birna Ósk hefur góða reynslu af markaðs- og birtingarmálum en áður vann hún sem birtingarstjóri hjá Billboard á Íslandi. Samhliða störfum hennar hjá Billboard starfaði Birna Ósk sem aðstoðarkennari í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Birna Ósk hefur lokið B.Sc. gráðu í sálfræði, með viðskiptafræði sem aukagrein, í Háskóla Íslands auk þess sem hún er að ljúka M.Sc. gráðu í viðskiptafræði við sama skóla.

Datera er alhliða birtingahús sem sérhæfir sig í stjórnun árangursríkra og gagnadrifinna herferða, uppsetningu sjálfvirkra auglýsingaherferða, leitarvélabestun og alhliða ráðgjöf í markaðsmálum. Fyrirtækið nýtir nýjustu tæknilausnir á sviði stafrænnar markaðssetningar með það að markmiði að hámarka árangur og nýtingu markaðsfjár viðskiptavina. Hjá Datera starfa nú alls 12 sérfræðingar sem sinna verkefnum á þessu sviði fyrir innlendan og erlendan markað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum

Orðið á götunni: Gjafakvótaþegarnir reyna að slá ryki í augu fólks með hræðsluáróðri og rangfærslum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“