fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Lengjubikarinn: Matti Villa kom Víkingum á bragðið gegn Fram – Valur hafði betur gegn Vestra

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 20:56

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Bikarmeistarar Víkinga unnu góðan sigur á Fram og á Hlíðarenda höfðu Valsarar betur gegn Lengjudeildarliði Vestra.

Það var Matthías Vilhjálmsson sem kom Víkingum yfir gegn Fram með marki á 16.mínútu leiksins.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 32. mínútu þegar að Daninn Nikolaj Hansen tvöfaldaði forystu Víkinga og kom þeim í stöðuna 2-0.

Þetta reyndust hálfleikstölur í leiknum.

Víkingar bættu síðan við einu marki í seinni hálfleik og fóru að lokum með 3-0 sigur af hólmi heim í Víkina.

Víkingar sitja á toppi þriðja riðils í A-deild Lengjubikarsins eftir þrjá leiki.

Framarar eru í 3. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki.

V-in mættust

Á Origovellinum að Hlíðarenda tóku heimamenn í Val á móti Vestra. Valsmenn fóru með 3-0 sigur í þeim leik og komu tvö fyrstu mörkin skömmu fyrir hálfleik.

Valsmenn sitja í efsta sæti í fyrsta riðli A-deildar eftir fyrstu þrjá leiki sína með fullt hús stiga.

Vestramenn eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara