fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þegar vagnstjórinn yfirgaf strætisvagninn klöppuðu farþegarnir

Pressan
Föstudaginn 24. febrúar 2023 05:21

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 06.30 á þriðjudaginn var Metin Lindeved Aydin á leið til vinnu og tók strætó á Oddervej í Árósum í Danmörku. Hann átti enga von á að ferðin yrði ansi óvenjuleg.

Þegar vagninn, sem ekur frá Odder til Hornslet, kom til Veri Centret í Risskov ók vagnstjórinn skyndilega út í vegkantinn og kom síðan með óvenjulega tilkynningu til farþeganna.

„Ungi maðurinn tilkynnti að konan hans væri komin með hríðir. Hann baðst afsökunar á að geta ekki ekið lengra og steig síðan út úr vagninum,“ sagði Aydin í samtali við TV2.

Tilkynningin fékk farþegana tuttugu í vagninum til hrópa til hamingju og klappa fyrir unga og smávegis ringlaða unga manninum, sem hafði skyndilega fengið allt annað að hugsa um en að halda áætlun.

„Hann vafraði um fyrir framan og aftan vagninn,“ sagði Aydin.

Eftir um tíu mínútur barst síðan aðstoð. Nýr bílstjóri kom akandi á fólksbíl og skipti við vagnstjórann unga sem gat sett stefnuna beint til konu sinnar til að vera viðstaddur hina stóru stund.

Nýi vagnstjórinn tók stefnuna til Hornslet en eitt vandamál til var þó við að etja. Nýi vagnstjórinn hafði flýtt sér svo mikið að hann hafði ekki náð að borða morgunmat.

Þegar vagninn kom til Løgten og stoppaði þar í smá stund flýtti Aydin sér í bakaríið og keypti smá mat fyrir vagnstjórann og lét hann fá þegar vagninn kom aftur á stoppistöðina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“