fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ragnar Þór tjáir sig um stöðuna og segir umræðuna vera til þess fallna af afvegaleiða – „Græðgin og spillingin fær auðvitað lítið rými“

Eyjan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 17:30

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á vinnumarkaði hafa verði mikið í umræðunni undanfarið eftir því sem kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) harðnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðuna uppfulla af fyrirsögnum um persónur og leikendur í orðræðufarsa en lítið virðist fara fyrir þeim málum sem máli skipta og um ástæður þessa að staðan í samfélaginu er eins og hún er í dag.

Ragnar Þór vekur athygli á þessi í pistli sem hann birti hjá Vísi. Þar segir han að staðan á vinnumarkaði sé um margt fordæmalaus eftir að SA boðaði til verkbanns í kjaradeilunni. Segir Ragnar það rangt sem haldið hafi verið fram að þau verkalýðsfélög sem þegar hafi samið hafi sett fram kröfur um að ekki yrði samið betur við önnur félög. Eins sé það rangt, sem látið hafi verið að liggja, að verkföll séu fordæmalaus nálgun til að ná fram kjarabótum.

Vinnudeilur hafi áður orðið harðar, í raun sé það bara algengt. Til dæmis hafi verkalýðshreyfingin verið sökuð um sturlaðar kröfur í aðdraganda Lífskjarasamninganna 2019. Boðað hefði verið til verkfalla og það hafi ýtt við SA að ganga til samninga. Raunin sé sú að stéttarfélögum sé sjaldnast sýnd virðing eða samningsvilji fyrr en gripið sé til aðgerða.

Grundvallar vandamálin í samfélaginu

Ragnar segir að þeir stjórnmálamenn sem hafi nú tjáð sig um stöðuna með neikvæðum hætti ættu að rifja það upp þegar kjararáð hækkaði laun þeirra um 45 prósent á einu bretti árið 2016. Líklega verði svipað upp á teningunum í júlí þegar þingfarakaup verði endurskoðað og þingmenn fái þá mikla hækkun í litlu sem engu samræmi við það sem samið hafi verið um á almennum markaði.

„Ég er ekki viss um að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hugsi mikið um þessa staðreynd þegar gasprað er um að það sama þurfi að ganga yfir alla.“

Stjórnvöld hafi á sama tíma „virt að vettugi“ grunnskyldur sínar gagnvart almenning.

„Heilbrigðiskerfið er í molum, hrikaleg staða er á húsnæðismarkaði og leigumarkaðurinn vígvöllur fjárfesta gegn varnarlausu fólki. Afborganir húsnæðislána hafa nær tvöfaldast og svar stjórnvalda er að hækka gjöld og aðrar álögur enn frekar. Staðan versnar bara og versnar. Á sama tíma hækka fyrirtækin og bankarnir arðsemiskröfur sínar og skila metafkomu og ekkert lát virðist vera þar á.

Er þetta ekki grundvallar vandamálið í okkar samfélagi eða er það verkalýðshreyfingin?

Á meðan fjölmiðlar eru uppfullir af fyrirsögnum um persónur og leikendur í orðræðufarsa, um hver sagði hvað og hverjir svöruðu fullum hálsi, virðist lítið fara fyrir því sem máli skiptir og af hverju þessi staða er uppi og hverjir bera ábyrgðina. Af hverju er verka og láglaunafólk að kjósa með því að leggja niður störf? Er það vegna þess að það er illa upplýst og veit ekki um hvað málið snýst? Eða getur verið að aðgerðir og aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar, arðsemiskrafa og hagnaður bankanna og fyrirtækjanna, okur leigufélaganna, nær tvöföldun á greiðslubyrði lána eða hækkun verðlags og opinberra gjalda hafi eitthvað að segja? Að það sé fjarlægur möguleiki á því að aðrar ástæður séu fyrir því en botnlaus frekja og þekkingarleysi, sem er að sliga fólkið í landinu, og það sé komið á þann stað að vilja stíga niður fæti?“

Græðgin og spillingin fær lítið rými

Ragnar veltir því upp hvort fólkið í landinu ætti ekki frekar að spyrja hvernig samfélag það vilji og hvernig sé hægt að ná því markmiði. Orðræðan ætti ekki að snúast um persónur og leikendur í kjaradeilum heldur að því sem raunverulega er að á Íslandi.

„Græðgin og spillingin fær auðvitað lítið rými, lausnir og sanngirni enn minna ef hægt er að fylla fjölmiðla af átökum og sundrung innan okkar eigin raða. Setja okkur í fylkingar og lið til að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins. En það er auðvitað tilgangurinn.

Af hverju tölum við ekki um stöðu einstæðra foreldra sem fengu hækkun á leigu upp á 80 þúsund á mánuði, að viðbættri vísitöluhækkun, frá leigufélaginu sínu og þarf að flytja með börnin frá vinum og fjölskyldu í annað sveitarfélag, eða annað hverfi, í annan grunnskóla, og ekki í fyrsta skipti, af því að eigendum leigufélagsins, þeim sömu og mokað hafa styrkjum til stjórnarflokkanna, fannst þeir ekki græða nóg?

Af hverju tölum við ekki um þegar barnið handleggsbrotnaði og þurfti að bíða í sex klukkutíma á slysó innan um fárveikt fólk sem var búið að bíða miklu lengur en þú og er svo látið liggja á göngum innan um örmagna heilbrigðisstarfsfólk?

Af hverju tölum við ekki um greiðslubyrðina á húsnæðilánunum sem hefur nær tvöfaldast og hvert þeir peningar fara? Eða gjaldskrárhækkanir hins opinbera og hækkandi verðlag og hvernig við ætlum fólki sem nær ekki endum saman að standa undir þeim hækkunum.

Af hverju tölum við ekki um þann raunverulega, og gríðarlega, fyrirsjáanlega vanda sem blasir við þúsundum heimila þegar fastir vextir á húsnæðislánum renna sitt skeið? Hvað ætlum við að gera þá? Auka valdheimildir Ríkissáttasemjara og þrengja að félagsaðild stéttarfélaga?

Eða botnfrosinn og vanræktan húsnæðismarkað. Og að börnin okkar munu líklega aldrei njóta þeirra forréttinda að eignast þak yfir höfuðið án aðstoðar frá aflögufærum foreldrum.“

Ragnar segir að kjarabarátta snúist um sanngirni og réttlæti. Ekki persónur og leikendur. Fólk ætti að prófa að taka persónur út fyrir sviga og máta sig við raunveruleika þeirra sem vinni fulla vinnu á lægstu laununum.

„Að lokum.

Stjórn og samninganefnd VR gerði enga kröfu um það hvernig samið yrði við önnur félög í nýgerðum kjarasamningi VR við SA. Og það er einlæg von mín að SA og Efling nái að leysa ágreining sinn og ná góðum og sanngjörnum kjarasamningum sem allra fyrst.

Til allra þeirra fjölmörgu stéttarfélaga sem enn eru með lausa samninga eða við það að losna sendi ég baráttukveðjur og skora um leið á viðsemjendur þeirra, og stjórnvöld sérstaklega, að VAKNA!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi