fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Óhugnanlegt mál – Af hverju tók enginn eftir að hún var dáin í þrjú ár?

Fókus
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 22:00

Joyce Carol Vincent.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joyce Carol Vincent lést heima hjá sér í desember 2003. Það liðu næstum þrjú ár þar til lík hennar fannst, eða það sem var eftir af því.

Beinagrind hennar fannst í janúar 2006 í stofunni fyrir framan sjónvarpið. Í kringum hana voru óopnaðar jólagjafir. Margir spurðu sig hvernig það gat gerst að enginn hafði saknað hennar eða tekið eftir því að hún var látin.

Enginn kom til dyra

Joyce Carol Vincent var 38 ára þegar hún lést. Hún fæddist í Bandaríkjunum en flutti til London á háskólaárunum.

Þrátt fyrir erfiða æsku virtist Joyce ganga vel í lífinu en átti erfitt í einkalífinu og glímdi við andleg veikindi.

Þann 5. janúar 2006 bankaði manneskja á vegum ríkisins á dyr hennar til að innheimta ógreidda leigu. Enginn kom til dyra og var ákveðið að fara inn í íbúðina. Þar fannst beinagrind Joyce fyrir framan sjónvarpið en eina leiðin til að bera kennsl á hana var með því að nota tannlæknaskýrslur. Bresk yfirvöld sögðu allt benda til þess að hún hafi látist af náttúrulegum orsökum, hugsanlega vegna astmakasts.

Myndin til hægri er ekki raunveruleg, heldur endurgerði listamaður aðstæður.

En af hverju tók enginn eftir því í þrjú ár?

Joyce starfaði hjá hinu virta bókhaldsfyrirtæki Ernst & Young en hætti skyndilega árið 2001. Fyrrverandi samstarfsmenn hennar höfðu mismunandi sögur að segja, sumir sögðu að hún hafði sagt upp á meðan aðrir sögðu að henni hafi verið sagt upp.

Kunningjar hennar lýstu henni sem hvatvísri, sem einhverri sem „hætti í vinnunni ef hún lenti upp á kant við annan starfsmann, sem flutti skyndilega.“

Við rannsókn kom í ljós að Joyce dvaldi um tíma á heimili fyrir þolendur heimilisofbeldis einhvern tíma milli 2001 og 2003.

Joyce var yngst af fimm systkinum og sú eina sem bjó í Bretlandi. Móðir hennar lést þegar hún var ung. Hún virtist hafa slitið sambandi við fjölskyldu sína áður en hún lést og er það talið vera vegna karlmanns sem hún átti í ástarsambandi við.

Hún átti ekki nána vini heldur treysti á félagsskap ókunnugra, nýrra kærasta og samstarfsfélaga.

Málið vakti mikinn óhug í Bretlandi á sínum tíma. Andlát hennar og hvernig því bar að vakti upp mikilvægar spurningar um einmanaleika, einangrun og þá sem þjást í þögninni.

Saga Joyce hefur verið viðfangsefni fjölda heimildarmynda, greina og meira að segja leikrits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“