fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Var hrædd um að ég yrði hræðileg móðir“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er átakanlegt hversu ábyrg ég er orðin,“ segir tónlistarkonan Pink í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs People, en þar talar Pink um ástina, sorgina og móðurhlutverkið.

Hún talar um sjálfa sig sem rokkstjörnumömmu og segist hafa varið síðasta áratug í að ná jafnvægi milli stóru ástanna í lífi sínu: fjölskyldunnar og tónlistarinnar. „Þegar ég eignaðist börn sagði fólk: „Ferillinn þinn er búinn. Hvernig ætlarðu að ferðast?,“ segir Pink sem á dótturina Willow, 11 ára og soninn Jameson, sex ára, sem eiginmanni sínum Corey Hart.

&

 

View this post on Instagram

 

A post shared by P!NK (@pink)

;

Pink hefur afsannað orð efasemdarmanna sinna. Orðin 43 ára er hún ein af vinsælustu tónlistarmönnum samtímans, hefur verið það til fjölda ára og hefur þroskast sem tónlistarmaður á eigin forsendum. Aðdáendahópur hennar er breiður, jafnt í aldri sem stétt.

Níunda platan nýútkomin

Þann 17. febrúar kom níunda plata hennar, Trustfall út, en Pink hefur selt meira en 60 milljónir platna um allan heim, náð 23 lögum á topp 40 lista yfir smáskífur, unnið þrenn Grammy-verðlaun og Emmy-verðlaun. Síðasta tónleikaferðalag var það tekjuhæsta hjá söngkonu (Madonna í toppsætinu). Framundan er síðan tónleikaferðalag í sumar í Bandaríkjunum, Pink Summer Carnival, og í haust hefst Trustfall tónleikaferðalagið.

„Ég var ekki viss um að ég myndi eignast fjölskyldu. Ég sá það ekki fyrir mér vegna þess að ég var hrædd um að ég yrði hræðileg móðir. En, guð minn góður, að vera mamma er það ótrúlegasta sem ég hef gert. Það er átakanlegt hversu ábyrg ég er orðin.“

People gerir orðaleik úr einu vinsælasta lagi Pink og segir hana hafa skipt um gír, í stað þess að starta partýinu, þá er hún orðin ábyrgi aðilinn sem sér um að allt fari fram með sómasamlegum hætti.

Líkt og oft vill verða með útivinnandi foreldra þá missir Pink af mikilvægum viðburðum barna sinna. Síðar á árinu mun hún verða á tónleikaferðalagi meðan leikrit sem dóttirin Willow leikur í verður sýnt. Segir Pink mæðgurnar hafa átt hjartnæmt samtal um stöðuna, hvað hún starfar við og að það sé erfitt sem móðir.

„Ég sagði henni að þetta væri glatað og ég myndi aldrei vera lengur en tíu daga í burtu í einu frá börnunum mínum, annars myndi ég hætta. Síðan spurði ég Willow hvað hún vildi að ég gerði. Og hún sagði að ég skyldi ekki hætta. Hún myndi sakna mín, en hún elskaði hvað ég starfa við. Og ég svaraði henni að ég elska líka það sem ég geri. Ég gjörsamlega dýrka það sem ég geri og ég ætla ekkert að afsaka það. Plús það að starfið mitt veitir börnunum mínum gott líf,“ segir Pink.

„Ég vil vera sú besta sem ég get verið í öllu sem ég geri, og það er aldrei nógu, gott, það er ómögulegt að verða það. En ég elska að vera mamma, elska tónlist og ég er heppin að geta gert alla þessa hluti. Ég er þakklát fyrir það á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu