Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir stærsta vandamál Pep Guardiola hjá Manchester City sé stöðugleiki í hjarta varnarinnar.
Guardiola hefur verið að gera mikið af breytingum í varnarlínu sinni á þessu ári eitthvað sem hann hefur ekki gert undanfarin ár.
„Öll bestu lið undanfarin ár hafa verið með varnarlínuna í lagi og ekki alltaf að breyta á milli leikja, City er ekki með það núna,“ segir Ferdinand.
„Þeir eru að breyta á milli allra leikja vegna meiðsla eða annara mála. Sagan segir okkur að það gengur ekki vel til lengdar.“
„Real Madrid á þriðjudag, þú vissir að Rudiger og Militao myndu byrja. Ramos og Varane voru alltaf þarna fyrir það. Sagan er svona, stöðugleiki í vörn skiptir máli.“