Manchester United er til í að virkja ákvæði í samningi Kim Min-Jae hjá Napoli og fá hann til sín í sumar.
Kim hefur verið frábær í stórkostlegu liði Napoli á þessari leiktíð. Liðið er með 15 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar og hefur aðeins fengið á sig 15 mörk á allir leiktíðinni heima fyrir.
Hinn 26 ára gamli Kim kom aðeins til Napoli í sumar frá Fenerbahce en gæti strax farið.
Hann er með klásúlu í samningi sínum upp á 48 milljónir evra.
Samkvæmt Corriere dello Sport er United til í að virkja þessa klásúlu í sumar.
Napoli vill fá leikmanninn til að skrifa undir nýjan samning þar sem klásúlan hljóðar upp á hærri upphæð.