fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Fordæma skrif rússneska sendiherrans – „Uppfull af rakalausum þvættingi og lygum“

Eyjan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 16:30

Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Mik­hail Noskov, birti í gær skoðanagrein í Morgunblaðinu þar sem hann heldur því fram að innrás Rússlands í Úkraínu sé sérstakar hernaðaraðgerðir til að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu. Segir sendiherrann að Úkraína sér verkfæri í höndum Bandaríkjamanna og NATÓ til að geta valdið Rússlandi sem mestum skaða. Noskov segir orðrétt í grein sinni:

„Inn­an­landsátök í Úkraínu voru fyrst og fremst af­leiðing þjóðfjand­sam­legr­ar stefnu öfga­hægriafla sem tóku við stjórn í Kænug­arði eft­ir að blóðugt vald­arán var framið með virkri aðstoð Banda­ríkj­anna og leiðandi Evr­ópu­landa árið 2014. Sann­gjörn­um kröf­um alþýðu Don­bass um rétt til að tala rúss­neska tungu (hún var satt að segja ein­fald­lega bönnuð), kenna börn­um sín­um á því tungu­máli og heiðra minn­ingu forfeðra sinna sem höfðu hetju­lega bjargað heim­in­um frá fas­isma í Föður­lands­stríðinu mikla svaraði Kænug­arðsvaldið með því að saka alla íbúa suðaust­ur­hluta lands­ins um „landráð“ og senda fasta­her og refsisveit­ir skipaðar nýnas­ist­um til að brjóta niður mót­mæli.“

Rakalaus þvættingur og lygar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, fer hörðum orðum um skrif rússneska sendiherrans í leiðara blaðsins í dag. Segir hann greinina vera uppfulla af rakalausum þvættingi og lygum um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

„Það hvarflar jafnvel að lesanda þessa heilagrauts að innrásin fyrir ári hafi akkúrat verið á hinn veginn, bændaþjóðin í vestri hafi ráðist á Rússa – og þeir síðarnefndu séu ekki að gera nokkurn annan hlut en að verja hendur sínar. Sér er nú hver moðreykurinn,“ segir Sigmundur í grein sinni. Hann segir ennfremur:

„Þetta blaður sendiherrans er auðvitað fyrst og fremst til marks um það að rússneskum yfirvöldum er farið að svíða það úr hófi fram að yfirtakan á sléttunum miklu á bökkum Dnjépr átti bara að taka dag eða tvo, slíkir væru nú yfirburðirnir í vopnabúri gamla stórveldisins. En innrásin hefur einmitt afhjúpað hvað rússneska þjóðríkið er orðið veikt og smátt.

Herveldið er ekki efnilegra en svo að það kemst ekki yfir fyrsta fljótið á vesturleið. Og keisarans nekt í skugga Kremlarmúranna er orðin æpandi og ámátleg.“

Vill reka sendiherrann úr landi

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, mælist til þess að rússneski sendiherrann verið rekinn úr landi. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Björns. Segir Björn að ekkert heyrist frá íslenskum stjórnvöldum þó að sendiherrann tali með móðgandi hætti um utanríkisráðherra landsins og rægi Ísland í rússneskum fjölmiðlum. Björn víkur orðum að greininni í Morgunblaðinu:

„Í tilefni af ársafmæli blóðugrar og grimmdarlegrar innrásar Rússa í Úkraínu birti Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar ómerkilega áróðursgrein eftir þennan rússneska sendiherra. Greinin brýtur ekki aðeins allar reglur blaðsins um lengd aðsendra greina heldur gengur hún harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins. Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.“

Segir Björn að verðugt sé að minnast eins árs afmælis stríðs Rússlands við Úkraínu með því að reka sendiherrann úr landi. „Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn