Thierry Henry var allt annað en hrifinn af spurningu sem hann fékk í setti CBS Sports í gær.
Henry fjallar um Meistaradeild Evrópu á stöðinni ásamt þeim Micah Richards og Jamie Carragher. Kate Abdo stýrir umfjölluninni.
Eins og flestir vita er Henry goðsögn hjá Arsenal. „Hefðir þú getað spilað fyrir Spurs?“ spurði Abdo hann í gær.
„Ég geng út. Hvað í fjandanum?“ sagði Henry eftir þessa spurningu um erkifjendur Arsenal.
„Ég hefði getað farið til andstæðings Arsenal í úrvalsdeildinni en ég hafnaði því,“ bætti hann þó við.
Carragher varð þá forvitinn. „Reyndi Spurs að fá þig?“ Henry neitaði.
„Hvaða félag var það? Manchester United?“ spurði Carragher en fékk ekkert svar frá Frakkanum.
Henry skoraði 226 mörk í 369 leikjum fyrir Arsenal áður en hann hélt til Barcelona 2007.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan en Henry fær spurninguna eftir um 9 mínútur af því.
🚨 In The Mixer is BACK! 🚨
😰 Most nervous moment?
🦸♂️ Favorite superhero?
🤑 Join your arch-rival for triple the money?@kate_abdo gets Thierry, @MicahRichards and @Carra23 to give some DEEP answers. 🍿 pic.twitter.com/yyFLSpu3eD— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 22, 2023