Hún og eiginmaður hennar, Carter Reum, eignuðust sitt fyrsta barn saman í janúar. Þau gengu í það heilaga í nóvember 2021.
Sjá einnig: Paris Hilton orðin móðir
Drengurinn fékk nafnið Phoenix Barron Hilton Reum. En eins og móðir sín er drengurinn nefndur eftir borg.
Raunveruleikastjarnan greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum, This is Paris, í gær. Hún sagði einnig að ef hún hefði eignast dóttur hefði stúlkan fengið nafnið London.
Hún mun ræða nánar um nafn Phoenix í sjálfsævisögu sinni, Paris: The Memoir, sem kemur út 14. mars næstkomandi. Hún las upp úr bókinni í þættinum, hlustaðu á það hér að neðan.
View this post on Instagram