fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Faðir fékk fimm mánaða dóm fyrir að berja son sinn með belti

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 09:45

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt föður í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita son sinn endurteknu ofbeldi á sameiginlegu heimili þeirra og þar með ógnað heilsu og velferð barnsins.

Ofbeldisbrotin áttu sér stað á rúmlega tveggja ára tímabili, frá 16. mars 2019 til 5. ágúst 2021. Beitti faðirinn son sinn ítrekuðum refsingum sem fólust í því að berja barnið með belti ýmist á rass, bak, maga eða iljar auk þess að hóta því að beita beltinu í önnur skipti.

Upp um málið komst þegar drengurinn undirgekkst læknisskoðun þann 6. ágúst 2021 í kjölfar árásar föðursins þar sem að greindur var 1 x 1,5 cm áverka á vinstri lendarhrygg.

Ákæra í málinu var gefin út í október 2022 en fyrir dómi viðurkenndi faðirinn skýlaust sök í málinu. Faðirinn hafði áður fengið dóm fyrir ölvunarakstur árið 2013 en í ljósi játningarinnar og þess að hann hafði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot þá var ákveðið að fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára væri hæfileg refsing í málinu.

Þá var föðurnum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns sem í ljósi umfangs málsins voru 662.904 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Arnar fær ekki starfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?