fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Frumsýnir risa tattú af eiginkonunni

Fókus
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 12:30

Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brooklyn Beckham er ástfanginn og vill að heimurinn viti það. Hann fékk sér stórt tattú á upphandlegginn, mynd af eiginkonunni, en þetta er ekki fyrsta tattúið sem er tileinkað henni.

Brooklyn, 23 ára, er sonur fyrrverandi fótboltakappans David Beckhan og fatahönnuðarins og fyrrum kryddpíunnar Victoriu Beckham.

Hann gekk í það heilaga með leikkonunni Nicolu Peltz, 28 ára. Hún er dóttir auðkýfingsins Nelson Peltz, sem er einn af 500 ríkustu Bandaríkjamönnunum.

Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham. Mynd/Getty

Nicola og Brooklyn kynntust fyrst á Coachella-hátíðinni árið 2017 en neistarnir fóru ekki að fljúga á milli þeirra fyrr en rúmum þremur árum síðar. Þá gengu hlutirnir líka hratt fyrir sig en Nicola og Brooklyn giftu sig í apríl í fyrra.

Mikið drama hefur verið í kringum brúðkaupið. Í ágúst í fyrra voru sögusagnir um að kalt væri á milli Nicolu og tengdamóður hennar, Victoriu Beckham, vegna brúðarkjólsins og fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að margt hafi leynst bak við tjöldin og eru brúðkaupsskipuleggjendur farnir í hart við stjörnuhjónin.

Sjá einnig: Leyndarmál, lygar, ringulreið og vantraust að baki brúðkaupi Beckham og Peltz

Þau virðast ekki kippa sér upp allt þetta drama. Brooklyn, sem er þegar tattúveraður um allan líkama, fékk sér nýtt á dögunum en þetta er sérstakt. Hann fékk sér mynd af eiginkonunni á upphandlegginn.

Nýjasta tattúið. Mynd/The Rundown

Þetta er ekki fyrsta tattúið sem hann fær sér fyrir Nicolu, en vissulega fyrsta myndin af henni.

„Ég fékk mér fyrsta tattúið fyrir hana fljótlega eftir að við byrjuðum að deita,“ sagði hann í viðtali við The Rundown.

„Hálfur líkami minn er þakinn húðflúrum fyrir hana. Ég er alveg með yfir 20 tattú sem eru tileinkuð henni.“

Hann sýndi síðan nýjasta tattúið, sem er mynd af leikkonunni.

Brooklyn sagði að það að gera hana hamingjusama gerir hann hamingjusaman.

„Ég held að þegar þú finnur þessa manneskju sem þú getur ekki lifað án, þá er þetta svo auðvelt. Ég elska hana meira en allt. Ég reyni alltaf að gera hana hamingjusama, það er það eina sem ég geri,“ sagði hann.

Brooklyn sagði að það hafi verið faðir hans sem kenndi honum þetta.

„Pabbi sagði alltaf: Gerðu allt sem þú getur til að gera hana hamingjusama og ekki ljúga að henni. Og þetta er í alvörunni satt: „Happy wife, happy life.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“