Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag vitnar í nýlega úttekt Samkeppniseftirlitsins á stöðunni á eldsneytismarkaðnum.
Fram kemur að álagning á bensín og dísilolíu sé umtalsvert hærri hér á landi en í Bretlandi og á Írlandi og hefur álagningin hér á landi undanfarin fimm ár verið með því allra hæsta sem þekkist í Evrópu.
Undantekning á þessu er þó á Akureyri þar sem eldsneytisverðið er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið síðan 2020. Þar er álagning olíufélaganna nær því sem er á Bretlandi og Írlandi.
Það vekur einnig athygli í skýrslunni að svo virðist sem Costco veiti hinum olíufélögunum ekki eins harða samkeppni og áður. Fyrirtækið hleypti miklu lífi í markaðinn þegar það opnaði bensínstöð 2017 en síðan virðist það hafa aukið álagningu sína til jafns við hin olíufélögin. Álagningin hjá Costo er lægri en hjá N1 en hefur hækkað mikið síðan í október eins og hefur einnig gerst hjá N1.
Segir að tvær skýringar geti verið á þessu. Önnur er að Skeljungur, sem sér Costco fyrir eldsneyti, láti Costo ekki njóta lægra heimsmarkaðsverðs en hin er að verðlagsstefna Costco hafi breyst frá því að fyrirtækið hóf eldsneytissölu.