fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Stjörnurnar sem lugu til um aldur

Fókus
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur stundum skipt máli á hvaða aldri maður er. Á stað eins og Hollywood getur það jafnvel skipt sköpum þegar kemur að því hvort fólk fái hlutverk. Einkum eru konur oft dæmdar fyrir aldur sinn, séu þær komnar af þrítugsaldri. Því hafa frægir stundum gripið á það ráð að ljúga til um aldur sinn.

Hér er dæmi um nokkra fræga einstaklinga sem hafa viðurkennt eða verið staðnir að því að segja ekki alveg satt til um aldur sinn.

Mila Kunis

Leikkonunni Milu Kunis skaut upp á stjörnuhimininn eftir leik hennar í unglingaþáttunum That 70’s Show. Hins vegar hefði hún líklega aldrei fengið það hlutverk hefði hún sagt framleiðendum sannleikann um aldur sinn. Hún sagði þeim að hún væri að verða 18 ára þegar hún í raun var aðeins 14 ára.

2 Sandra Bullock

Leikkonan Sandra Bullock hefur viðurkenn að hafa logið til um aldur til að halda ferli sínum gangandi. Hún sagði í viðtali við E News að hún hafi aldrei ætlað sér að vera óheiðarleg þó hún hafi snemma áttað sig á því að það borgaði sig fyrir hana að hafa aldur sinn óræðan.

„Eftir vissan tíma þá hefur maður ekki hugmynd um hversu gamall maður er því maður hefur logið um það svo oft.“

Jessica Chastain

Jessica Chastain hefur ekki beint logið til um aldur. Hún tók fremur þá nálgun að upplýsa ekki um hann og um tíma þótti það ráðgáta á hvaða aldri hún er. Nú er það þó komið á daginn og er leikkonan að verða 46 ára í mars.

Hún sagði eitt sinn í viðtali að ástæðan fyrir því að hún kæri sig ekki um að greina frá aldri sínum sé sá að hún sé leikkona og vilji leika hlutverk kvenna á ólíkum aldri en ekki vera bundin af sínum eigin aldri.

Nicki Minaj

Nicki Minaj hélt því lengi fram að hún væri fædd árið 1984, en upp um lygina komst árið 2011 þegar opinberlega var greint frá lögregluskýrslu þar sem kom fram að hún væri fædd árið 1982.

Rebel Wilson

Árið 2018 töldu aðdáendur leikkonunnar Rebel Wilson að hún væri 28 ára. Þá steig fyrrum bekkjarfélagi hennar fram og deildi mynd af henni úr gaggó og kom á daginn að hún var þá í raun 36 ára.

Rebel útskýrði síðar hvers vegna hún hefði logið.

„Að vera leikkona hefur meiri áhrif á konur en karla hvað varðar aldursfordóma og kynjamisrétti svo það að vera opinberuð af fjölmiðlum fyrir eitthvað sem flestir skynsamir einstaklingar á framabraut hefðu gert í minni stöðu var frekar særandi.“

Hún útskýrði að leikarar hafi það sem kallast aldursbil hlutverka sem þeir geta tekið að sér og það hafi hentað að láta hennar eigin aldur ekki ræna hana tækifærum.

Mandatory Credit: Photo by NINA PROMMER/EPA-EFE/REX/Shutterstock (10102189aa)
Rebel Wilson arrives for the world premiere of ‘Isn’t It Romantic’ at The Theatre at Ace Hotel in Los Angeles, California, USA, late 11 February 2019. The movie opens in the US on 13 February 2019.
World premiere of Isn’t It Romantic, Los Angeles, USA – 11 Feb 2019

Whoopi Goldberg

Whoopi Goldberg fór í aðra átt en margir aðrir sem ljúga til um aldur. Hún viðurkenndi í viðtali á níunda áratug síðustu aldar að hún hefði logið til um aldur til að fá hlutverk. Á þeim tíma var talið að hún væri 35 ára gömul þegar hún var í raun bara 30 ára.

Laurence Fishburne

Leikarinn Laurence Fishburne var staðráðinn í að fá hlutverk sem hinn 18 ára Tyrone „Mr. Clean“ Miller í stórmyndinni Apocalypse Now. Vandamálið var þó að Laurence var aðeins 14 ára gamall. Hann ákvað að fara milliveginn og laug því að hann væri 16 ára og fékk hlutverkið. Hann sagði þó síðar í viðtali að hann hafi allan tímann verið sannfærður um að leikstjóri myndarinnar hafi vitað sannleikann.

Mariah Carey

Mariah Carey hefur ekki viljað gefa upp fæðingarár sitt og segist vilja vera yfir aldur höfð. Því er enn deilt um hvort að söngkonan hafi fæðst árið 1969 eða 1970.

Eminem

Rapparinn Eminem sagði í viðtali hjá Howard Stern árið 1999 að hann væri 24 ára gamall. Hann var þó í raun 27 ára.

10 Geri Halliwell

Þegar Kryddpíurnar gáfu út fyrstu plötu sína var Geri Halliwell sögð 21 árs. Síðar kom á daginn að hún hafði á þeim tíma verið 25 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“