Bild og Welt segja að tilkynnt hafi verið um hvarf stúlkunnar síðdegis á þriðjudaginn og að hún hafi fundist illa særð í Bürgerpark Pankow um kvöldið. Það voru vegfarendur sem fundu hana.
Viðbragðsaðilum tókst að lífga stúlkuna við og koma henni á sjúkrahús en hún var úrskurðuð látin skömmu eftir komuna þangað.
19 ára karlmaður var handtekinn á þriðjudagskvöldið, grunaður um að hafa stungið stúlkuna til bana.