Í dag var tilkynnt til lögreglu um sofandi mann í strætóskýli í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að maðurinn var með áverka á höfði og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar er einnig greint frá því að innbrot var framið í heimahúsi í hverfi 104. Var allskyns munum stolið. Einnig var tilkynnt um innbrot í geymslu í sama hverfi. Málin eru í rannsókn lögreglu.
Tilkynnt var um mann sem var að afklæða sig utandyra í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn.
Ennfremur segir frá búðarþjófnaði í Kringlunni. Reyndist meintur þjófur vera undir lögraldri og var málið leyst í samvinnu við forráðamenn.