Sky News segir að Jackson hafi nýlega verið dæmdur í 39 mánaða fangelsi fyrir þetta. Hann játaði sök fyrir Lewes Crown Court í lok janúar.
Jackson verður einnig á skilorði næstu 10 árin.
Sarah-Louise Gliddon, hjá lögreglunni í Sussex sagði að fyrir hvern innhringjanda, sem þarf virkilega á aðstoð að halda, geti einhver á borð við Jackson haldið línunni upptekinni.
„Jackson hefur verið síhringjandi árum saman og fékk margar aðvaranir áður en hann var handtekinn á síðasta ári vegna fjölda hringinga til lögreglu og sjúkraliðs,“ sagði Gliddon.