Ungstirnið Alejandro Garnacho, sem hefur skotist upp á sjónarsviðið með aðalliði Manchester United á tímabilinu gerði allt hvað hann gat til þess að hylja nýju breytinguna á sér fyrir liðsfélögum sínum á æfingu Manchester United í aðdraganda stórleiksins gegn Barcelona í Evrópudeildinni.
Liðsandinn hjá Manchester United er virkilega góður eftir gott gengi liðsins undanfarið.
Hins vegar treysti hinn ungi Garnacho sér ekki til þess að afhjúpa nýjustu breytinguna, sem hann hafði gert á hári sínu, fyrir liðsfélögum sínum æfingu Manchester United sem á leik gegn Barcelona á morgun.
Garnacho mætti með húfu á æfingasvæði Manhcester United, Carrington, og skartaði einnig húfu á æfingunni sjálfri.
Brasilíski sóknarmaðurinn Antony, liðsfélagi Garnacho hjá Manchester United ætlaði hins vegar ekki að láta leikmanninn unga komast upp með þetta athæfi og greip tækifærið á réttri stundu og reif húfuna af höfði Garnacho
Í ljós komu nýlitaðir ljósir lokkar Garnacho og hlógu leikmenn Manchester United saman af þessari atburðarás sem upp spannst á æfingu liðsins.
Antony snatches Garnacho’s hat in training and exposes his new haircut 👀😂🔴 #MUFC_FAMILY #MUFCpic.twitter.com/QIuflgaXwP
— Matthew Morgan (@__MattMorgan) February 22, 2023