Þetta sagði hún í hlaðvarpinu „The Witch Trials of J.K. Rowling“ sem var sett í loftið á þriðjudaginn.
Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um Harry Potter, hefur á síðustu árum verið gagnrýnd harðlega fyrir ummæli sín um transfólk.
„Ég geng ekki um heima hjá mér og hugsa um eftirmæli mitt. Það væri hrokafullt að lifa lífinu þannig. Að ganga um og hugsa: „Hvernig verður eftirmæli mitt?“ Skiptir engu. Ég dey hvort sem er. Ég hugsa um nútímann. Ég hugsa um það sem er lifandi,“ sagði hún.
Hlaðvarpið er í sjö þáttunum og samanstendur af samtölum Rowling og Megan Phelps-Roper.
Phelps-Roper var áður félagi í trúarsöfnuðinum Westboro Baptist Church sem er mjög íhaldssöm kirkja sem er þekkt fyrir öfgafullar skoðanir á þeim sem tilheyra LGTBQ-samfélaginu. Hún yfirgaf söfnuðinn 2021 og sagðist þá vera að yfirgefa líf með öfgasinnuðum trúarskoðunum. Hún hefur síðan tekið afstöðu gegn ummælum kirkjunnar um samkynhneigða.
Hún fékk Rowling til að taka þátt í hlaðvarpinu í von um að „fá hennar sjónarhorn“ varðandi gagnrýnina á ummæli hennar um transfólk.
Rowling hefur ítrekað vísað því á bug að hún hafi eitthvað á móti transfólki.
En því eru margir ósamála, þar á meðal margir þeirra sem léku í myndunum um Harry Potter.