fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Reynir gerir ráð fyrir að áfrýja – „Þessi dómur má ekki standa óhaggaður“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 16:28

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs og eigandi útgáfufélagsins Sólartún ehf., hefur falið lögmanni sínum, Gunnari Inga Jóhannssyni, að áfrýja þeim dómum sem féllu í morgun gegn Reyni og útgáfufélaginu. Héraðsdómur Reykjaness gerði Reyni og útgáfufélaginu skylt að greiða útgáfufélagi Morgunblaðsins 50.000 krónur, auk málskostnaðar. Í öðru máli var Reyni og Sólartúni gert skylt að greiða Atla Viðari Þorsteinssyni, sem skrifaði minningargrein um bróður sinn, 300.000 kr.

Atli Viðar og Árvakur lögðu Mannlíf vegna minningargreinaskrifa

Í færslu á Facebook segir Reynir að með áfrýjun vilji hann „forðast það stórslys sem óhaggaður dómur er fyrir tjáningarfelsið í landinu. Við spyrjum að leikslokum.“

Segir hann alvarlegustu tíðindi dómsins felast í þeirri niðurstöðu dómarans að ekki megi vitna í minningarorð um látið fólk nema í undantekningatilvikum eða jafnvel alls ekki. „Slíkt sé að mati dómsins ekki viðurkenndur tilgangur fjölmiðlunar þegar fjallað sé um andlát einstaklinga. Þar liggur bein árás á tjáningarfrelsi allra fjölmiðla í landinu. Dómstólar, sem oft hafa teygt sig langt í afskiptum af starfsemi fjölmiðla, eru nú farnir að hafa skoðun á því hvort umfjöllun um andlát einstaklinga hafi þýðingu fyrir starfsemi þeirra.“

Allir fjölmiðlar landsins greindu frá niðurstöðum dómana í morgun. Beinir Reynir orðum til fjölmiðlafólk að skoða hvaða þýðingu dómurinn hafi fyrir starf þeirra.

„Athygli vekur Þórðargleði nokkurra fjölmiðla vegna dómsins. Við umrætt fjölmiðlafólk er það eitt að segja að þið skuluð gaumgæfa hvað þessi dómur þýðir fyrir ykkur öll.“

Bendir hann á að málssókn Árvakurs skili þeim ekki miklu peningalega, en sjálfur þurfi hann og útgáfufélag hans að standa einnig skil á lögmannskostnaði.

„Aðför Árvakurs að okkur á Mannlífi verður til þess að fjölmiðlafyrirtækið hefur 50 þúsund krónur upp úr krafsinu en Mannlíf þarf að greiða 2.350.000 kr. þegar litið er til kostnaðar vegna lögmanna. Þar liggur höggið og tilgangur eigenda Árvakurs með lögsókninni opinberast. Þessi dómur má ekki standa óhaggaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?