fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Ráðið sem Tanja Ýr hefði gefið 22 ára sjálfri sér

Fókus
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 10:39

Tanja Ýr. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrverandi fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur áorkað miklu á stuttri ævi.

Hún var valin Ungfrú Ísland árið 2013 og stofnaði fyrirtækið Tanja Ýr Cosmetics árið 2015, þá aðeins 24 ára gömul. Hún hannaði eigin gerviaugnhár sem hún seldi á síðunni.

Hún stofnaði hárvörumerkið Glamista Hair í loks árs 2020 ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur. Hún hefur haldið námskeið um markaðssetningu og hvernig á að búa til eigið vörumerki.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Í september í fyrra sagði hún skilið við rekstur Tanja Ýr Cosmetics og ákvað að einbeita sér að Glamista Hair og öðrum verkefnum, eins og nýjum hlaðvarpsþætti.

Sjá einnig: Tanja Ýr á tímamótum og lokar stórum kafla í lífi sínu

Tanja Ýr, sem er með tæplega 36 þúsund fylgjendur á Instagram, svaraði spurningum fylgjenda í gærkvöldi. Einn spurði hvaða ráð hún myndi gefa 22 ára sjálfri sér.

„Hætta að leyfa fólki að vaða yfir mig,“ sagði hún og hélt áfram:

„Fólk sem „copy/pastear“ risa verkefni án þess að nefna aðilann sem þau fengu innblástur/hjálp frá (ég elska að grípa tækifærið að nefna fólk á nafn í kringum mig til að hjálpa og elska bara að peppa fólk).

Leyfa skoðunum mínum að koma á framfæri. Ég var allt of oft að vernda fólk í kringum mig með því að þegja en í dag líður mér mun betur að standa upp fyrir sjálfri mér þegar við á. Ég lærði það að ef ég geri það ekki þá pirra ég mig á því í mörg ár.

Það er í lagi að gera mistök, segja fyrirgefðu og halda áfram.

Þykjast ekki hafa skoðun til að halda friðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram