Samkvæmt enskum götublöðum er líklegast að Declan Rice miðjumaður West Ham gangi í raðir Arsenal næsta sumar.
Ensk blöð halda því fram að viðræður Arsenal við West Ham séu farnar af stað.
Búist er við því að Rice fari frá West Ham næsta sumar en hann neitar að framlengja samning sinn við félagið.
Rice hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár en verðmiðinn er sagður vera um 100 milljónir punda.
Rice er fastamaður í enska landsliðinu og ætti að styrkja miðsvæðið hjá Arsenal. Chelsea, Manchester United og fleiri hafa verið nefnd til sögunnar