Vefsíðan Caught Offside er nú ekki talinn ýka áreiðanleg en hún slær því fram í dag samkvæmt heimildum að til skoðunar sé hjá Liverpool að reka Jurgen Klopp úr starfi.
Segir að hæstráðendur hjá Liveprool hafi fyrir leikinn gegn Real Madrid fundað um stöðu stjórans.
2-5 tap gegn Real Madrid á heimavelli í Meistaradeildinni í gær er svo ekki til þess að hjálpa Klopp, sé starf hans í hættu.
Algjört hrun hefur orðið hjá Liverpool á þessu tímabili eftir að hafa verið eitt besta lið Evrópu árin á undan.
Liverpool situr í áttunda sæti ensku deildarinnar, er úr leik í báðum bikarkeppnum á Englandi og virðist svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni.
Klopp er hins vegar afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpool og fæstir telja hann vera vandamálið, miklu frekar er horft á eigendur félagsins og að þeir hafi ekki stutt nægilega mikið við bak stjórans á leikmannamarkaðnum.