Miranda er sögð vera nýja kærasta Mendes, en sögusagnir um samband þeirra hafa verið á kreiki í nokkrar vikur. Þau hafa ekki staðfest sambandið opinberlega en margir töldu þau hafa staðfest það óformlega þegar þau fóru saman í eftirpartý Grammy-verðlaunanna í byrjun febrúar.
Töluverður aldursmunur er á þeim. Söngvarinn er 24 ára en Miranda er 51 árs.
Hún starfar sem kírópraktor og hefur meðhöndlað margar stjörnur, eins og Post Malone, Justin Bieber og Mendes sjálfan í nokkur ár.
Tónlistarmaðurinn var í sambandi með Camilu Cabello en þau hættu saman í nóvember 2021. Fyrst sást til Mendes og Miranda saman síðasta sumar en aðdáendur töldu samband þeirra aðeins vera faglegt þar sem Miranda hefur meðhöndlað kanadíska söngvarann í mörg ár. Nú er sumum aðdáendum farið að gruna annað en eins og fyrr segir hefur hvorugt þeirra tjáð sig opinberlega um málið en ætli tíminn muni ekki leiða sanleikann í ljós.
Shawn Mendes, 24, goes on shirtless hike with hot 51-year-old chiropractor https://t.co/6juYgXPcns pic.twitter.com/Jqwa6E7O9U
— Page Six (@PageSix) February 21, 2023
Í gærmorgun fóru þau í göngutúr og smellti paparazzi ljósmyndari nokkrum myndum af þeim.