fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Niðurbrotinn Gerrard kallar eftir naflaskoðun og rannsókn eftir gærkvöldið á Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool segir að það þurfi að fara fram rannsókn á því hvernig Liverpool fékk á sig fimm mörk gegn Real Madrid í gær.

Eftir að hafa komist í 2-0 snemma leiks þá hrundi leikur Liverpool eins og spilaborg. Liðið er svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni.

„Það þarf að fara í naflaskoðun, Liverpool frábærlega. Þetta var eins og þú vilt hafa Evrópukvöldin hérna til að byrja með í leiknum,“ sagði Gerrard sem virkaði hálf niðurbrotinn eftir leik.

„Sama hvaða félag um ræðir, þegar þú færð á þig fimm mörk á heimavelli þá þarf að rannsaka hvernig það getur gerst.“

Hann vonar að Jurgen Klopp kafi djúpt ofan í vandamálið sem hefur gert vart við sig á þessu tímabili.

„Ég er viss um að Jurgen mun gera það á næstu dögum. Liverpool á ekki að fá á sig fimm mörk á Anfield. Það þarf að grafa djúpt og horfa í spegil, þetta var ekki boðlegt.“

„Það þarf að verjast föstum leikatriðum, þeir verða að verjast miklu betur en þeir gerðu í kvöld. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tvö stórlið horfa til Manchester City – Mjög ósáttur með spilatímann

Tvö stórlið horfa til Manchester City – Mjög ósáttur með spilatímann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einn allra umdeildasti maður landsins í dag: Búinn að giftast frænku fyrrum eiginkonu sinnar – Höfðu verið saman í 12 ár

Einn allra umdeildasti maður landsins í dag: Búinn að giftast frænku fyrrum eiginkonu sinnar – Höfðu verið saman í 12 ár
433Sport
Í gær

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni
433Sport
Í gær

Segir að Rooney geti hjálpað Manchester United mikið í dag

Segir að Rooney geti hjálpað Manchester United mikið í dag