fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hrun á virði United í gær – Markaðurinn óttast að Glazer selji ekki félagið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 09:00

Joel Glazer og Avram Glazer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutabréf Manchester United fóru niður um níu prósent í gær og eru það viðbrögð markaðarins við þeim fréttum að Glazer fjölskyldan muni ekki selja félagið.

Hlutabréf félagsins hafa hækkað verulega síðustu vikur vegna þeirra tíðinda um að félagið verði selt.

Í gær fóru af stað sögur um að Glazer fjölskyldan muni ekki selja, fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum hefur boðið fjölskyldunni fjármagn til að halda í félagið. Yrði það óvinsælt á meðal stuðningsmanna félagsins.

Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United efast um það að Glazer fjölskyldan ætli sér að selja. Tölvupóstur til stuðningsmanna í vikunni fær Neville til að efast.

Ársmiðahafar hjá Manchester United þurfa að punga út hærri upphæð en venjulega til að fá miða á leiki liðsins á næstu leiktíð. Í ellefu ár í röð hefur verð á ársmiða verið það sama en núna hefur United tilkynnt um 5 prósenta hækkun á næstu leiktíð.

Glazer fjölskyldan hefur opnað fyrir tilboð í félagið en Neville telur að ekki sé öruggt að félagið verði selt.

„Það er mjög skrýtið að hækka miðaverðið á þessum tímapunkti, af hverju er einhver sem er að selja að taka ákvörðun fyrir næsta tímabil? Þetta skapar meiri glundroða og skilar engu í vasa þeirra ef þeir selja. Nýr eigandi mun væntanlega frysta verðið til að fá stig hjá stuðningsmönnum,“ segir Neville.

„Þetta setur fram þá spurningu um það hvort þeir séu að fara? Ég er efins eftir svona ákvörðun.“

Moldríkir Katarar, Sir Jim Ratcliffe og fleiri aðilar vilja kaupa United en nú gæti svo farið að Glazer fjölskyldan selji ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn