Það virðist hafa verið góð stemming á Cibo veitingastaðnum í úthverfi Manchester í gær þar sem Erik ten Hag stjóri Manchester United fór á fund Sir Alex Ferguson.
Ten Hag og Ferguson sátu saman um langt skeið á staðnum og fengu sér að snæða og drekka.
Á mynd af þeim félögum sést Ferguson vera með rauðvín í glasi en Ten Hag virðist hafa látið það vera.
Ferguson er sigursælasti þjálfari í sögu enska boltans og gæti Ten Hag hafa verið að leita ráða hjá honum.
Ten Hag er á sínu fyrsta tímabili með United og hefur fengið jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum félagsins við spilamennsku liðsins.