fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Telur líklegt að stytting vinnuvikunnar hafi leitt til meiri áfengisneyslu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 09:00

Frá Vogi. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk á Sjúkrahúsinu Vogi segir þá sem þangað koma drekka meira en áður tíðkaðist og afleiðingar drykkjunnar séu mun meiri en áður.

Þetta staðfesti Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, í samtali við Fréttablaðið. Hún sagði þessa þróun hafa hafist í heimsfaraldrinum 2020 og ekkert lát sé á henni. „Þetta er eitthvert nýtt mynstur. Þeir sem drekka, drekka oftar og meira,“ sagði hún.

Veitingamenn, sem Fréttablaðið ræddi við, tóku í sama streng og sögðust hafa tekið eftir þessari breytingu. Einn sagði að menn sitji nú lengur við drykkju en áður og sagðist telja ástæðuna tvíþætta: „Stóru breytuna má rekja til samkomutakmarkana í byrjun árs 2020 þegar fólk var meira og minna heima hjá sér, þegar það tók að deyfa leiðindin með áfengi, en líklega hefur stytting vinnuvikunnar einnig leitt til meiri drykkju.“

Annar sagðist hafa tekið eftir því síðustu misseri að menn komi fyrr og sitji lengur, sérstaklega á föstudögum þegar vinnudagurinn er einna stystur.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð