fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ingileif og María njóta sín vel á nýja heimilinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 13:00

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Ketchup Creati­ve, og María Rut Krist­ins­dótt­ir, kynn­ing­ar­stýra UN Women keyptu parhús á Hringbraut í Reykjavík á síðasta ári. Húsið er byggt árið 1934, 146,8 fm par­hús ásamt bílskúr.

Húsinu hefur verið vel viðhaldið, er í rótgrónu fjölskylduvænu hverfi sem hentar vel fyrir stækkandi fjölskyldu. Hjónin eiga von á barni, en þær eiga fyrir tvo syni.

Fjölskyldan flutti fyrir um þremur mánuðum og hafa hjónin leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með flutningum og framkvæmdum. Með aðstoð góðra vina og vandamanna tóku flutningar stuttan tíma og voru þær búnar að koma sér vel fyrir á einum degi. Segjast þær einstaklega þrjóskar og hafa verið búnar að skipuleggja flutninga og skipulagið á nýja heimilinu löngu áður en afhendingardagurinn rann upp.

Þær ákváðu meðal annars að panta nýja eldhúsinnréttingu og var hún tilbúin til uppsetningar við flutninga. Það skemmtilega við hana er að viftan er í helluborðinu, í stað þess að hanga úr loftinu.

Fjölskyldan hélt jólin á nýja heimilinu.

Hjónin segja það gaman að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með draumaheimili þeirra raungerast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“