Það verður hart barist á Anfield í kvöld þegar Liverpool og Real Madrid eigast við í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Real Madrid vann Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta ári og því hafa lærisveinar Jurgen Klopp, harm að hefna.
Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir frá því að hann og Klopp hafi orðið miklir vinir þegar Ancelotti var þjálfari Everton.
„Við eigum mjög gott samband, við vorum saman hér í Liverpool í 18 mánuði þegar heimsfaraldur gekk yfir,“ sagði Ancelotti.
„Við vorum í sambandi í gegnum sms og svo vorum við að senda gjafir á milli. Það er mjög auðvelt að vera vel við Klopp.“
„Hver var gjöfin? Það var rafretta,“ sagði Ancelotti um gjöfina sem hann sendi Klopp.