fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sumarljós vinnur til verðlauna í Santa Barbara

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 14:34

Elfar Adalsteins og Anna Maria Pitt. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarljós og svo kemur nóttin var um síðastliðna helgi verðlaunuð sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara sem haldin var með pompi og prakt í síðustu viku. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur og eiginkona hans, Anna María Pitt, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, voru viðstödd hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku. 
 
„Það er mikill heiður fyrir okkur að vera verðlaunuð á þessari glæsilegu gamalgrónu hátíð og að fá svona innilegar viðtökur frá áhorfendum var alveg yndislegt. Þetta gefur okkur mikinn meðbyr við kynningu og dreifingu á myndinni erlendis,“ sagði Elfar er hann tók við verðlaununum.
 
Sannkallaður stjörnufans var á hátíðinni og voru meðal annars leikararnir Cate Blanchett, Jamie Lee Curtis, Colin Farrell og Brendan Gleeson verðlaunuð ásamt leikstjórunum Martin McDonagh og Darren Aronofsky, svo einhverjir séu nefndir.
Brendan Gleeson og Colin Farrell.
Mynd: Getty
 
Myndin byggist á samnefndri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson og var frumsýnd á Íslandi í október 2022 en er nú aðgengileg í VOD leigum landsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“