fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Háskólakennari rekinn fyrir prófspurningu um sifjaspell

Pressan
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari í háskóla í Pakistan hefur verið rekinn og settur á svartan lista eftir að hann gerði prófspurningu sem fjallaði um sifjaspell. Um var að ræða spurningu á prófi fyrir nemendur í rafmagnsverkfræði.

Kennarinn, Khair ul Bashar var rekinn í janúar vegna spurningarinnar sem var á prófi sem var lagt fyrir í desember. Um var að ræða spurningu sem átti að prófa ensku-kunnáttu.

Spurningin var svohljóðandi:

„Julie og Mark eru systkin. Þau eru að ferðast saman í Frakklandi í sumarfríi þeirra frá háskólanum. Kvöld eitt voru þau að gista ein í sumarbústað nærri ströndinni. Þau ákváðu að það yrði áhugavert og skemmtilegt að reyna að njóta ásta. Að minnsta kosti yrði það þeim ný lífsreynsla. Julie var nú þegar á getnaðarvarnarpillunni og Mark notaði smokk líka, bara til að vera öruggur. Þau nutu þess að njóta ásta, en ákváðu að gera það aldrei aftur. Þau héldu þessari nótt sem sérstöku leyndarmáli sem lét þeim finnast þau nánari hvoru öðru.

Hvað finnst ykkur um þetta? Var það í lagi fyrir þau að njóta ásta? Gefið svar ykkar með viðeigandi dæmum sem byggjast á þekkingu ykkar og skoðunum.“

Spurning olli heldur betur fjaðrafoki meðal nemenda og starfsmanna við Comsats háskólann og eftir rannsókn á málinu var ákveðið að reka Khair og setja hann á svartan lista svo hann gæti aldrei sótt aftur um vinnu við skólann.

Umrædd spurning var ekki samin af Khair heldur var hún fyrst lögð fram á prófi árið 2000 í Háskólanum í Virginíu. Var þar spurningunni ætlað að meta hvort siðferðislegir dómar væri felldir á grundvelli rökhugsunar, innsæis eða tilfinninga.

New York Post greindi frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu