Það verður áhugaverður leikur á Old Trafford á fimmtudag þegar Manchester United og Barcelona eigast við í seinni leiknum í 24 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Casemiro sem verið hefur í banni heima fyrir mun koma inn í byrjunarliðið en talið er að Wout Weghorst setjist á bekkinn.
Ensk blöð telja að Erik ten Hag muni stilla Bruno Fernandes upp á hægri kantinum en þá stöðu hefur hann leyst með ágætum undanfarið.
Jadon Sancho hefur fundið taktinn sinn og fær mögulega traust í byrjunarliði Ten Hag en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Svona er talið að Ten Hag stilli upp á fimmtudag.