Kona sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gærmorgun er látin. Mbl.is greinir frá þessu.
Málið er í rannsókn lögreglu sem veitir ekki frekari upplýsingar um málsatvik að svo stöddu.
Ennfremur er greint frá því að kona á níræðisaldri lést í Sundlaug Kópavogs síðastiðinn föstudag. Fór konan í hjartastopp þegar hún var í lauginni.